Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fríða Dís trúlofuð með sólóplötu í smíðum
Myndina tók Særún Lea Guðmundsdóttir.
Föstudagur 15. febrúar 2013 kl. 11:09

Fríða Dís trúlofuð með sólóplötu í smíðum

Söngkona Klassart fékk bónorð í afmælisgjöf

Söngkonan Fríða Dís Guðmundsdóttir, oftast kennd við hljómsveitina Klassart, er þessa dagana að leggja lokahönd á fyrstu sólóplötu sína. Ekki nóg með það heldur var daman að trúlofa sig örfáum mínútum áður en blaðamaður Víkurfrétta heyrði í henni hljóðið. Sá heppni heitir Þorsteinn Surmeli en þau skötuhjú hafa verið saman síðastliðin fimm ár.

„Ég er bara á bleiku skýji,“ sagði Fríða sem var heima að jafna flensu. Fríða á líka afmæli í dag og sagðist hún vera alsæl með þessa óvæntu afmælisgjöf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varðandi nýja verkefnið í tónlistinni þá sagði Fríða að hún hefði verið með hugmynd að eigin plötu í hausnum síðan árið 2010 og nú væri platan loks að fæðast. Hún sagði efni plötunnar vera aðeins frábrugðið þeirri tónlist sem Klassart spilar en þó ekki víðsfjarri þeirra hljóm.

Fyrsta lag plötunnar, Pays de rêve er komið á alnetið og það má sjá hér að neðan. Þar syngur Fríða ástaróður til Frakklands en hún hefur verið hugfangin af landinu og tungumálinu síðan í barnæsku. Hún samdi textann á íslensku en fékk vinkonu sína til þess að þýða hann yfir á frönsku. Fríða vonast til þess að nýja platan komi út snemmsumars en nú er hún einnig önnum kafin við að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu Klassart sem kemur út núna í maí.

Frida - Pays de rêve