Fríða Dís og Daníel syngja í Hvalsneskirkju
Daníel Hjálmtýsson og Fríða Dís syngja jólalög í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ 19.nóvember nk. ásamt Smára Guðmundssyni og sérstökum gestum.
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Daníel og Fríða leiða saman hesta sína en bæði hafa þau átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár, bæði hér heima og erlendis í sitthvoru lagi.
Talið verður í jólalög á ljúfum og notalegum nótum í Hvalsneskirkju sem umlukin er fallegri náttúru Suðurnesjabæjar og eru allir velkomnir. Hlýleg og nærandi stund á aðventunni.
Miðasala https://tix.is/is/