Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fríða Dís með nýtt lag 
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. maí 2021 kl. 11:53

Fríða Dís með nýtt lag 

Er komin langt með breiðskífu sem kemur út í haust

Tónlistar- og söngkonan Fríða Dís var að senda sér nýtt lag af væntanlegri breiðskífu. Don't Say er dúett ásamt tónlistarmanninum Íkorna og er að finna á öllum helstu streymisveitum.

Fríða á bæði lag og texta ásamt því að syngja og leika á bassa. Smári Guðmundsson leikur á rafgítar og Stefán Örn (Íkorni) leikur á píanó, kassagítar og trommu ásamt því að syngja lagið með Fríðu. Upptökur fóru fram hjá Smára í Stúdíó Smástirni og Stefáni í Stúdíó Bambus. Útsetningin er í höndum Fríðu, Smára og Stefáns en Stefán Örn sá einnig um að hljóðblanda lagið. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Studios sá svo um hljóðblöndun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég hef verið að vinna að nýrri plötu frá því að ég gaf út mína fyrstu sólóplötu, Myndaalbúm, í febrúar 2020. Undanfarið höfum við Smári bróðir verið að hljóðrita demó í Stúdíó Smástirni í Suðurnesjabæ, sjá svona hvað við erum með í höndunum og finna lögunum listrænan farveg. Ég er mjög spennt fyrir þessari plötu sem verður með textum á ensku. Ég stefni ég á að gefa plötuna út síðla næsta haust ef allt gengur vel en er þó ekki að stressa mig á einhverri tímasetningu heldur skiptir mig máli að leyfa lögunum að gerjast náttúrulega. 

Listaverkið við lagið er eftir Fríðu og er stjörnumerki úr fæðingablettum eiginmanns hennar og hefur ljósmyndin sterka skírskotun í lagið. 

„Maður iðar í skinninu og vonast til að geta blásið í tónleika ásamt hljómsveit með hækkandi sól og bólusettum tónleikagestum,“ segir Fríða Dís.

Don't Say á Spotify: https://open.spotify.com/album/740FGAYzdLOSXdxf4DDqb8?highlight=spotify:track:6u3gyx4j7cngDESZInFjmh