Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frelsisþrá?
Þriðjudagur 24. ágúst 2010 kl. 15:11

Frelsisþrá?

Það var ekki laust við að skynja mætti frelsisþrá hjá börnunum á Akri í Innri Njarðvík, sem röðuðu sér á girðinguna við leikskólann sinn nú áðan. Utan við girðinguna stóð ungur drengur og var í vandræðum með rennilásinn á íþróttagallanum sínum. Hann virtist samt njóta frelsinsins utan girðingarinnar. Eflaust njóta börnin innan girðingarinnar einnig lífsins á leikskólanum, enda er ávallt gaman á leikskóla og ekki síst á fallegum degi eins og í dag. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024