Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frelsið í sveitinni
Miðvikudagur 30. júní 2010 kl. 14:51

Frelsið í sveitinni



Sandgerðingurinn Eyjólfur Gísli Garðarsson og Keflvíkingurinn Hrefna Birkisdóttir hafa síðustu fjórtán árin stundað búskap og veitingasölu á Snæfellsnesi.
„Þegar maður var búinn að vera til sjós í sautján ár og láta skipa sér fyrir, þá langaði mig að fara burt og láta drauminn um bóndann rætast,” segir Gísli inntur eftir því hvað hafi leitt þau hjónin til Snæfellsness. Þau hjónin eiga og reka Vegamót en Gísli er einnig umsjónarmaður með á annað hundrað hross í sveitinni, sem frístundabændur úr höfuðborginni eiga.
„Hann langaði að fara burt og verða bóndi og ég var til,“ segir Hrefna. Þau bjuggu ásamt tveimur dætrum sínum í Sandgerði fram til ársins 1996, þegar þau ásamt öðrum hjónum, keyptu jörð og ákváðu að gerast kúabændur á Snæfellsnesi.

Marta Eiríksdóttir heimsótti hjónin á Vegamótum og tók við þau viðtal sem Víkurfréttir birta á morgun.

Mynd/Marta Eiríksdóttir - Eyjólfur Gísli Garðarsson og Hrefna Birkisdóttir á Vegamótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024