Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framlag til menningarmála eykst
Föstudagur 7. apríl 2006 kl. 14:32

Framlag til menningarmála eykst

Framlag Reykjanesbæjar til menningarmála hefur aukist úr rúmlega 55 milljónum króna árið 2000 í rúmlega 115 milljónir króna 2005 á undanförnum fimm árum.

Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar og er þar vitnað í ritgerð Svanhildar Eiríksdóttur nema í opinberri stjórnsýslu þar sem hún tekur saman menningaruppbyggingu í Reykjanesbæ í ljósi verkefnaskrár menningarmála í framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2002 - 2006.

Aukning á framlagi til menningarmála er metin með hliðsjón af fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.

Svanhildur segir ráðningu menningarfulltrúa árið 2000 hafa gert stefnu og uppbyggingu í menningarmálum markvissari, en undanfarin 4 ár hefur árlega verið opnað nýtt menningarrými í Reykjanesbæ sem hefur skapað mörgum menningarhópum tækifæri. Uppbygging menningarmála hefur ekki síður skipt máli fyrir ímynd Reykjanesbæjar, því "með því að gefa menningunni aukið vægi má bæta ímynd hvers byggðalags," segir í ritgerðinni. Góð aðsókn er að menningaruppákomum og menningarstykir hafa aldrei verið hærri en nú. Þó hefur starfsfólki ekki fjölgað og mikið starf er unnið í áhugamennsku.

Að mati Svanhildar er rökrétt að byggja upp sögutengda ferðaþjónustu og menningarstarfsemi í fyrirhuguðum Víkingaheimi í tengslum við Íslending, þar sem staðsetningin býður upp á meiri sýnileika en menningarstarfsemin á Duus torfu. Hún bendir hins vegar á að gera verði lífæðina þarna á milli áhugaverða til að ferðamenn haldi áfram í gegnum bæinn.

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024