Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 12. nóvember 1999 kl. 22:46

FRAMLAG REYKJANESBÆJAR TIL MENNINGARÁRSINS 2000

Reykjanesbær valdi sér tvö stór og viðamikil framfaraverkefni sem aðalframlag til menningarársins 2000. Annað verkefnið er að endurbyggjað Duus torfuna við Grófina. Duus húsin voru byggð á síðari hluta 19.aldar og elsta húsið er frá árinu 1871. Húsin eru merki um stórhug verslunarmanna á síðustu öld og einnig minnisvarði um ákveðinn byggingarstíl. Duus húsin munu hýsa byggðasafn svæðisins og þjóna hlutverki menningarmiðstöðvar. Hitt verkefni bæjarins er að lýsa upp sjávarhamra Bergsins. Ljósin verða kveikt 2.september árið 2000. Menning í Sandgerði árið 2000 Á Fræðasetrinu í Sandgerði verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá í tilefni menningarársins 2000. Þar verður röð fyrirlestra um náttúru- og jarðfræði, lífríki hafsins, sæ- og vatnaskrímsli á Suðurnesjum, keltneska húsagerð og fornminjar á Reykjanesi. Einnig verður farið í gönguferðir með leiðsögn og sögulegum fróðleik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024