Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framkvæmdum að ljúka við hringtorg á Njarðarbraut
Þriðjudagur 14. júní 2005 kl. 13:47

Framkvæmdum að ljúka við hringtorg á Njarðarbraut

Framkvæmdir við hringtorgið á mótum Njarðarbrautar og Borgarvegar fer senn að ljúka og er ráðgert að opna torgið fyrir umferð á fimmtudag. Þar  erkomin enn ein bragarbótin í samgöngumálum Reykjanesbæjar að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, forstöðumanns Umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins.

Nú er verið að ljúka hellulögnum á gangbraut, tyrfingu og uppsetningu umferðarskilta sem er lokáfanginn í uppsetningu hringtorgsins.

Í framhaldinu munu framkvæmdir halda áfram út Njarðarbraut allt niður að Faxabraut og segir Viðar að endurnýjunin þar verði með svipuðu sniði og er fyrir ofarlega á Hafnargötunni. Stefnt er að því að klára þær framkvæmdir með sumrinu svo þær verði tilbúnar fyrir Ljósanótt.

Mynd: Séð yfir framkvæmdirnar þar sem er mikill erill, en allt er greinilega á réttri leið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024