Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framboð skemmta fjölskyldum í Reykjanesbæ
Laugardagur 20. apríl 2013 kl. 13:13

Framboð skemmta fjölskyldum í Reykjanesbæ

Í dag er vika til alþingiskosninga. Þrjú framboð hafa auglýst fjölskylduskemmtanir eða baráttugleði í dag í Reykjanesbæ.

Núna kl. 14 hefst fjölskylduskemmtun á kosningaskrifstofu VG við Hafnargötu 31 þar sem boðið verður upp á veitingar, lifandi tónlist og spjall.

Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er haldinn í dag í kosningaskrifstofunni að Brekkustíg 39 í Njarðvík kl. 14. Boðið verður upp á grillaðar pulsur, svala, gos og góðgæti. Ingó í Veðurguðunum mætir á staðinn og verður með gítarinn, einnig verður dansatriði frá Danskompaní. Andlitsmálning, blöðrur og hoppukastali verður á staðnum ef veður leyfir.

Baráttugleði Samfylkingarinnar er á Ránni og hefst kl. 15 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og forystufólkið í Suðurkjördæmi; Oddný G. Harðardóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Arna Ír Gunnarsdóttir fara yfir helstu baráttumálin og framtíðarsýn Samfylkingarinnar fyrir land og þjóð. Hljómsveitin Eldar flytur nokkur lög og undrabarnið Júlíus Viggó úr Sandgerði syngur. Ólafur Þór Ólafsson stýrir dagskránni. Kaffiveitingar í boði. Allir hjartanlega velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024