Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frambjóðendur segja góðar sögur
Mánudagur 6. september 2021 kl. 10:11

Frambjóðendur segja góðar sögur

Frambjóðendur af Suðurnesjum sem skipa efstu sæti lista til Alþingiskosninga verða í forgrunni í kosningsyrpu hlaðvarpsins Reykjanes – góðar sögur en fyrsti þáttur fór í loftið fyrir helgina þar sem spjallað var við Jóhann Friðrik Friðriksson sem skipar 2. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

 Þar geta kjósendur kynnst manneskjunni á bak við frambjóðandann og að sjálfsögðu verður rætt um pólítík. Spurt er um helstu áskoranir á Suðurnesjum og hvaða leiðir séu bestar til árangurs og má þar nefna atvinnumál, ferðaþjónustu og heilbrigðismál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Fram að kosningum verða birt viðtöl við Guðbrand Einarsson frá Viðreisn, Birgi Þórarinsson frá Miðflokknum, Hólmfríði Árnadóttur frá Vinstri grænum, Oddnýju Harðardóttur frá Samfylkingu og Vilhjálm Árnason frá Sjálfstæðisflokki.

Hægt er að hlusta á Góðar sögur á helstu hlaðvarpsveitum og á reykjanes.is.