Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fræðslufundur um netnotkun
Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 16:25

Fræðslufundur um netnotkun

Annað kvöld kl. 20:30 verður haldið fræðslukvöld fyrir foreldra grunnskólabarna um ábyrga netnotkun í bíósalnum í Duushúsum.

Fræðslukvöldið er framhald af heimsóknum Fjörheima og lögreglunnar í grunnskóla Reykjanesbæjar þar sem fjallað hefur verið um ábyrga vefnotkun. Fræðslukvöldið er opið fyrir foreldra barna á grunnskólastigi í Reykjanesbæ og opnar húsið kl. 20:15.

Dagskrá:

20.30  Fundarstjóri býður gesti velkomna
20.40  Myndband um ábyrga netnotkun
21.10  Hafdís Kjartansdóttir sálfræðingur flytur erindi
21.30  Loftur Kristjánsson lögreglumaður fjallar um netnotkun
21.50  Sonja Viðarsdóttir foreldri kynnir hvernig hægt er að stjórna hversu miklum tíma börnin geta verið í tölvunni
22.00 Fyrirspurnir og umræður
 
www.fjorheimar.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024