Mánudagur 2. apríl 2001 kl. 01:45
Frábær sýning hjá Tolla
Myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2, sl. sunnudag. Á sýningunni er olíumálverk sem hann hefur unnið í Berlín, en Tolli hefur verið búsettur þar um nokkurra mánaða skeið.
Sýningin verður opin til 15. apríl, virka daga frá 18.00-21.00 og helgidaga frá 15.00-18.00.