Frábær sigur FS í MORFÍs
Sólborg ræðumaður kvöldsins
Lið FS-inga bar sigurorð af liði Menntaskólans á Egilsstöðum í MORFÍs í gær laugardag. Keppnin fór fram á Egilsstöðum og var umræðuefnið „allir eiga skilið annað tækifæri,“ ME mælti með tillögunni og FS á móti.
Sólborg Guðbrandsdóttir úr FS var valin ræðumaður kvöldsins en liðið skipa ásamt Sólborg þær Azra Cmac frummælandi, Aníta Lóa Hauksdóttir meðmælandi, og Ingibjörg Ýr Smáradóttir liðsstjóri. Þjálfari liðsins Arnar Már Eyfells er fyrrum nemandi skólans og þrautreyndur MORFÍS-maður.