Frábær kvöldskemmtun í Myllubakkaskóla
Það var margt um manninn á kvöldskemmtun nemenda í 10. bekk Myllubakkaskóla í gærkvöld. Skemmtunin var liður í fjársöfnun nemenda fyrir útskriftarferð þeirra í vor. Það var einstaklega gaman að fylgjast með fjölbreyttri dagskrá nemenda sem samanstóð af dansi, söng, uppistandi, leik, töfrabrögðum og tónlistaratriðum ásamt því að boðið var upp á glæsilegt hlaðborð í hléi.
Þarna er svo sannarlega á ferðinni hæfileikaríkir krakkar sem sýndu það og sönnuðu að rík hefð hefur skapast fyrir listir í Myllubakkaskóla.
Vel var mætt á skemmtunina eins og sjá má.