FRÁ UMFERÐAÖRYGGISFULLTRÚA:
Undanþágur frá notkun öryggisbelta í vinnubílum mjög takmarkaðarBæjarverkstjóri Grindavíkurbæjar sér ástæðu til þess að svara opinberlega bréfi sem ég ritaði henni nýverið. Í bréfi þessu gætir ákveðins alvarlegs misskilnings. Á bréfinu sé ég að tilgangi mínum er náð. Hann var að þessi mál væru skoðuð á þessum vinnustöðum og farið yfir reglur. Tilgangur minn var ekki að benda á einhvern ákveðinn og ásaka. Ég hef ekki vald til þess og vill það heldur ekki.Varðandi 2 gr. a lið reglna um undanþágur frá bílbeltanotkun gætir mikils miskilnings hjá Ágústu.a.) með orðunum “akstur í atvinnuskyni osfrv.” er eingöngu átt við ökumanninn. Farþegar eiga undantekningalaust að nota belti.b.) vinnubílar þegar þeir eru notaðir til að flytja unglinga milli staða flokkast sem farþegaflutningar og falla undir reglur sem slíkir. (Mjög aukin ábyrgð ökumanna)c.) Gagnvart ökumönnum vinnubíla hefur 2 gr. verið túlkuð þannig af lögreglu í framkvæmd, að ökumönnum sé skylt að nota beltið við akstur milli staða, að heiman og heim, við akstur á stofnbrautum, milli hverfa og þess háttar.Undantekningin gildir aðeins ef verið sé að fara á marga staði keyra út í marga staði á stuttum kafla.Ég get tekið dæmi: Ökumaður er að keyra út vörur milli verslana í Skeifunni. Hann notar ekki belti. Næst fer ökumaður upp í Kringlu með vörur. Þar er hann tekinn á Miklabraut og fær 4000 króna sekt og einn punkt í ökuferilsskrá vegna þess að hann er að keyra á milli hverfa ekki með belti. Það að keyra fyrirtækisbíl undanþiggur ökumanninn ekki sjálfkrafa beltanotkun eins og margir virðast halda. UnglingavinnanÞú vísar til reynslu minnar af vinnu í bæjarvinnu. Hún er heilmikil eins og þú veist. Kjarninn í unglingavinnunni er einmitt að þú ferð frá punkti A til punkts B og ferð að vinna. Kannski skreppur flokkstjóri eina ferð til að ná í eitthvað fyrir hópinn fyrir morgun kaffi. Farið í morgunkaffi og hálftíma síðarsótt úr kaffi. Ein skotferð á klukkutíma fresti réttlætir ekki undanþágu frá beltanotkun. Ég bendi á það fordæmi sem flokkstjórar setja unglingunum og hvaða skilaboð þau fá. Eitt ár þegar ég var yfir unglingavinnunni var málum þanni háttað að á föstudögum þurfti ég að keyra út launaumslögin kl:11.45. Þá fór ég til allra hópa inn og út úr bílnum og hefði verið undanþegin bílbeltaskyldu. Ég vara alvarlega við því ef þú segir fólkinu þínu að það þurfi ekki að nota belti vegna 2. gr. Það gæti komið í bakið á fólkinu sem sjálft fær sektina og punktinn ekki Grindavíkurbær.. Lögreglan mun á næstunni taka tarnir þar sem beltanotkun á vinnubílum verður athuguð sérstaklega.Jón Gröndal kennariumferðaröryggisfulltrúi