Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frá sjónarhorni almættisins?
Laugardagur 20. febrúar 2010 kl. 14:01

Frá sjónarhorni almættisins?

Undanfarna viku hefur staðið yfir mikil afmælisdagskrá í Keflavíkurkirkju í tilefni 95 ára afmælis kirkjunnar. Dagskráin hélt áfram í morgun með barnastarfi. Í hádeginu flaug kennsluflugvél frá flugskóla Keilis yfir Reykjanesbæ með ljósmyndara sem tók þá meðfylgjandi myndir yfir Keflavíkurkirkju þar sem börn og fullorðnir höfðu safnast saman í garðinum við kirkjuna. Svo er gaman að velta því fyrir sér hvort þetta sé sjónarhorn almættisins á okkur mennina og það sem við aðhöfumst á jörðu niðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndir: Hjálmar Árnason