Frá hafi til hafnar og margt annað í Sandgerði
Frá hafi til hafnar er sýning sem haldin verður á heimili Jónatans Jóhanns Stefánssonar í Miðhúsum í Sandgerði á laugardag og sunnudag kl. 13-16. Á sýningunni verða skipslíkön, myndir og minningarbrot frá ævi sjómannsins. Margir merkilegi munir eru þar til sýnis frá ævi Jónatans.
Náttúrugripasýning með yfir 70 uppstoppuðum dýrum verður í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 13-17.
Sýningin er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936 er einnig í Þekkingarsetri Suðurnesja og er opin á sama tíma.