Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar
Þriðjudagur 2. mars 2010 kl. 09:18

Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar

- í Grindavíkurkirkju 2010.

Á öskudag hófst „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar" í Grindavíkurkirkju. Um er að ræða 6 tónleika á miðvikudagskvöldum kl.20: 17.febrúar, 24. febrúar, 3. mars, 10. mars, 17. mars og 24.mars.


Meðal flytjenda verða: Eyþór Ingi Jónsson, Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Áhersla er lögð á að tengja tónlistina við trúarlegt inntak föstutímans með því að flytjendur útskýra tengslin fyrir áheyrendum á auðskiljanlegan hátt. Að auki verður einn passíusálmur Hallgríms Péturssonar tekinn fyrir á hverjum tónleikum.


Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgöngueyrir er 1000 kr. og er innheimtur svo að tónleikaröðin geti staðið undir sér í framtíðinni. Tónleikaröðin hlaut styrk frá Menningarráði Suðurnesja.


Miðvikudaginn 3. mars verða flytjendur Sönghópurinn Kordía, undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista, Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzó-sópran, Ásdís Arnalds sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Flutt verða verk eftir m.a. Gabriel Fauré og J.S. Bach.


Næstu tónleikar:


3. mars kl. 20:00. „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar”. Sönghópurinn Kordía undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista, Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzó-sópran, Ásdís Arnalds sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó. Flutt verða verk eftir m.a. Gabriel Fauré og J.S. Bach.


10.mars kl.20:00. „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar”. Guðmundur Sigurðsson organisti og Gunnar Gunnarsson flautuleikari leika verk eftir Otto Olsson, Otar Taktakishvili, J. S. Bach og Albinoni.


17. mars kl. 20:00. „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar”. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti leikur tónlist eftir Mendelssohn, Samuel Scheidt og fleiri.


24.mars kl. 20:00. „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar”. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude, Páll Ísólfsson og Felix Mendelssohn-Bartholdy.


Aðgangseyrir er 1000 kr.


Nánari upplýsingar á grindavik.is