Forvarnarvikan af stað
Mánudaginn 3. október hófst forvarnarvika en þessa viku verða ýmis konar uppákomur og fræðsla um heilbrigt líf. Þennan mánudagsmorgun var kallað á sal þar sem Kolbrún Marelsdóttir forvarnarfulltrúi kynnti forvarnarvikuna og nýja heimasíðu forvarnarfulltrúa. Að því loknu ræddi Magnús Stefánsson við nemendur.
Magnús sagði frá reynslu sinni af fíkniefnum og ræddi sérstaklega um að notendur átti sig ekki á því hvað þau eru ávanabindandi. Þá var myndin "Hættu áður en þú byrjar" sýnd en þar segja núverandi og fyrrverandi fíkniefnaneytendur frá lífsreynslu sinni.
Næstu daga verður svo ýmislegt fleira gert í tilefni forvarnarvikunnar en henni lýkur með Glæsiballi á fimmtudagskvöld.
Af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Magnús sagði frá reynslu sinni af fíkniefnum og ræddi sérstaklega um að notendur átti sig ekki á því hvað þau eru ávanabindandi. Þá var myndin "Hættu áður en þú byrjar" sýnd en þar segja núverandi og fyrrverandi fíkniefnaneytendur frá lífsreynslu sinni.
Næstu daga verður svo ýmislegt fleira gert í tilefni forvarnarvikunnar en henni lýkur með Glæsiballi á fimmtudagskvöld.
Af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja.