Forvarnakvöld í kvöld
Forvarnafræðslukvöld verður haldið í sal Félagsmiðstöðvarinnar í Vogum í kvöld og hefst dagskrá kl. 19.30. Þar mun Árni Guðmundsson, M.Ed Uppeldis- og menntunarfræðingur, fjalla um unglinga og forvarnir þar sem fjallað verður um unglingsárin og allar þær breytingar sem unglingar ganga í gegnum á unglingsárunum.
Einnig verður farið yfir málefni internetöryggis þær hættur sem það veldur í uppeldi unglinga, hvernig forvarnastarf hefur borið árangur undanfarin ár, hvað einkenni krakka sem eru í áhættuhópum og hvað beri að varast. Að lokum mun Kristján Freyr Geirsson, forvarnarlögregluþjónn, ræða um stöðu fíkniefnavandans og hvað ber helst að varast í þeim efnum í dag.
Umræður verða eftir framsögur, en þar mun Gyða Hjartardóttir, félagsmálastjóri, taka þátt og svara fyrirspurnum ásamt þeim Árna og Kristjáni. Eins og fyrr sagði fer fræðslan fram í sal Félagsmiðstöðvarinnar við Hafnargötu. Allir eru velkomnir og kaffi verður á könnunni.
Mynd/ www.samhjalp.is