Forvarnafræðsla í vinnuskólanum
Lundur bauð krökkum í vinnuskóla Reykjanesbæjar upp á forvarnarfræðslu um fíkniefni og afleiðingar þeirra. Tugir ungmenna mættu í Lund fyrstu tvo daga vikunnar þar sem fjallað var um forvarnir og fíkniefni í víðum skilningi. Fluttir voru fróðlegir fyrirlestrar og reynslusögur. Erlingur Jónsson hjá Lundi segir það mjög ánægjulegt hversu móttækilegir þátttakendur voru.
VFmynd/elg.