Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Forvarnadagur ungra ökumanna í dag
    Frá Forvarnadeginun.
  • Forvarnadagur ungra ökumanna í dag
    Ungir verðandi ökumenn.
Miðvikudagur 12. mars 2014 kl. 09:45

Forvarnadagur ungra ökumanna í dag

Forvarnadagur ungra ökumanna verður haldinn í 88 húsinu í dag. Þátttakendur í forvarnardeginum eru nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautskóla Suðurnesja en forvarnardagurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, á haust- og vorönn skólans.

Að venju var forvarnardagurinn samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.

Markmið með forvarnardeginum er að fræða ungmenni, sem mörg hver taka bílprófið á næstu misserum, um þá ábyrgð sem því fylgir að vera í umferðinni. Einnig að fræða þau um ýmsa þætti sem tengjast því að vera ungur og óreyndur ökumaður.  Má þar nefna hættu sem skapast við hraðakstur, áhrif ölvunar á hugarástand og ökufærni, þátt trygginga þegar kemur að bílsslysum og ýmislegt fleira.

Meginmarkmið forvarnardagsins er þó að fækka umferðarslysum og auka öryggi í umferðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024