Forvarnadagur ungra ökumanna á morgun
Í 88 húsinu í Reykjanesbæ.
Árlegur Forvarnardagur ungra ökumanna verður haldinn í 88 húsinu á morgun 1. október kl 11:10. Um 150 nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja taka þátt. Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.
Nemendur fá fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila, þau fá að prufa ölvunargleraugu auk margra annarra verkefna sem þeim stendur til boða að leysa og tengjast umferðinni. Sviðsett verður umferðarslys á planinu við 88 Húsið og nemendur sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur.
Eins og undanfarin ár verða grillaðar pylsur handa öllum þátttakendum.
Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.
Ef foreldrar/forráðamenn eiga ungmenni sem þau vilja að taki þátt en eru ekki í skóla, þá er hægt að tilkynna þátttöku á [email protected].
Hugmyndin að forvarnardegi ungra ökumanna er sprottinn upp af banaslysi sem tengdist akstri undir áhrifum áfengis ungs ökumanns fyrir nokkrum árum.