Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föruneytið með áramótadansleik á Paddy's
Föstudagur 31. desember 2010 kl. 11:23

Föruneytið með áramótadansleik á Paddy's

Í kvöld mun hljómsveitin Föruneytið blása til stórdansleiks á skemmtistaðnum Paddy's. Hljómsveitin hefur verið að gera allt vitlaust á öldurhúsum landsins undanfarið ár og mun enda það með svakalegu áramótaballi á menningarsetrinu Paddy's. Er sveitinn vel mönnuð en hana skipa Hobbitarnir Hlynur og Óli Þór, Pálmar úr Klassart plokkar bassann og Óli Ingólfs úr hljómsveitinni Hellvar lemur húðirnar. Stefnir allt í troðfullt hús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024