Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Forstjóri HSS klökkur yfir hlýhug FS-inga
Laugardagur 22. febrúar 2014 kl. 12:36

Forstjóri HSS klökkur yfir hlýhug FS-inga

Söfnuðu rúmum 400 þúsund krónum fyrir stofnunina

Sérstök styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, var haldin á söngleiknum Dirty Dancing í gær. Alls söfnuðust 414.000 krónur til styrktar HSS en Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stendur fyrir sýningunni um þessar mundir.

Allur aðgangseyrir sýningar NFS á Dirty Dancing í gærkvöldi rann óskiptur til HSS en féð verður notað til tækjakaupa fyrir stofnunina. Halldór Jónsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þakkaði kærlega fyrir hönd stofnuninnar og virtist hann vera örlítið klökkur yfir hlýhug FS-inga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlaðar eru fimm sýningar á Dirty Dancing svo það fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna. Tvær sýningar eru í dag, laugardag kl. 16 og 20 og lokasýning á sunnudag kl. 20. Miðaverð er 2000 krónur og miðasala fer fram á nfs.is en einnig er hægt að kaupa miða á staðnum.