Forsetaframbjóðandi mætti í bollur og brúna sósu
– Andri Snær ræddi við matargesti á Nesvöllum
Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason var á ferðinni á Suðurnesjum í gær. Hann heimsótti vinnustaði og aðra samkomustaði fólks til að kynna sig og sitt framboð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Andri Snær heilsaði upp á fólk á Nesvöllum. Þar var honum vel tekið þar sem hann spallaði við matargesti í hádeginu sem skoluðu boðskapnum niður með kjötbollum og brúnni sósu.
VF-myndir: Hilmar Bragi