Forsætisráðherra, hagstofustjóri og bæjarstjóri á fæðingardeildinni
Það hefur verið gestkvæmt á fæðingardeildinni hjá þeim Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldi Arnarsyni úr Reykjanesbæ, sem fæddist sonur í gærmorgun. Hann reyndist vera Íslendingur nr. 300.000. Meðal þeirra sem heilsuðu upp á guttann voru Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri. Afhentu þeir Erlu Maríu og Haraldi, foreldrum drengsins, skjal til staðfestingar á því að sonur þeirra teljist 300 þúsundasti skráði íbúi Íslands.
„Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem maður gerir, að horfa á nýfædd börn, og ég er nú svo heppinn að það eru akkúrat fimm mánuðir síðan ég var hérna staddur til að taka á móti barnabarni,“ sagði Halldór í samtali við fjölmiðla við þetta tækifæri. Aðspurður um hvort heimsóknin flokkaðist með skemmtilegri embættisverkum svaraði Halldór því að hann teldi heimsóknina ekki teljast til embættisverka.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heimsótti einnig í dag nýfæddan íbúa Reykjanesbæjar. Við þetta tækifæri afhenti bæjarstjóri foreldrum drengsins glæsilega gjafakörfu frá Kaffitári í Reykjanesbæ ásamt ýmsum glaðningi þar á meðal gjafabréf frá miðbæjarsamtökunum Betri bæ fyrir kr. 30.000 og bókina „Hversu mikið er nóg“ sem öll nýfædd börn í Reykjanesbæ fá að gjöf frá Reykjanesbæ.
Móður og syni heilsast vel og vonast móðirin eftir því að verða flutt á fæðingardeildina við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á morgun.
Myndin: Íslendingur nr. 300.000 á fæðingardeildinni í hádeginu. Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir/Morgunblaðið
„Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem maður gerir, að horfa á nýfædd börn, og ég er nú svo heppinn að það eru akkúrat fimm mánuðir síðan ég var hérna staddur til að taka á móti barnabarni,“ sagði Halldór í samtali við fjölmiðla við þetta tækifæri. Aðspurður um hvort heimsóknin flokkaðist með skemmtilegri embættisverkum svaraði Halldór því að hann teldi heimsóknina ekki teljast til embættisverka.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heimsótti einnig í dag nýfæddan íbúa Reykjanesbæjar. Við þetta tækifæri afhenti bæjarstjóri foreldrum drengsins glæsilega gjafakörfu frá Kaffitári í Reykjanesbæ ásamt ýmsum glaðningi þar á meðal gjafabréf frá miðbæjarsamtökunum Betri bæ fyrir kr. 30.000 og bókina „Hversu mikið er nóg“ sem öll nýfædd börn í Reykjanesbæ fá að gjöf frá Reykjanesbæ.
Móður og syni heilsast vel og vonast móðirin eftir því að verða flutt á fæðingardeildina við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á morgun.
Myndin: Íslendingur nr. 300.000 á fæðingardeildinni í hádeginu. Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir/Morgunblaðið