Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fornbíla- og tækjadagur á Garðskaga
Sunnudagur 27. ágúst 2023 kl. 12:31

Fornbíla- og tækjadagur á Garðskaga

Bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ heldur áfram en lokadagur hátíðarinnar er í dag.

Í dag, sunnudaginn 27. ágúst, er fornbíla- og tækjadagur við Byggðasafnið á Garðskaga þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða tæki og bíla af svæðinu kl.12:00 -17:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af sama tilefni verður BSA A10 mótorhjól frá 1958 sýnt inni á safninu og tvær vélar úr Vélasafni Guðna Ingimundarsonar settar í gang kl. 15:00.

Perlur safnsins verða á sínum stað;
Verzlun Þorláks Benediktssonar verður opin, Húsin hans Sigga í Báru, örsýningarými safnsins er með tímabundna sýningu á herminjum, ágiskunarleikur safnsins ásamt fjöldanum öllum að spennandi munum.

Söfn í Suðurnesjabæ eru opin í dag. Þar má nefna Byggðasafnið á Garðskaga, Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði og Sjólyst, hús Unu Guðmundsdóttur í Gerðum í Garði.

Þá má nefna að í dag verður bílabíó á Víðisplaninu í Garði.