Formleg setning Menningarviku í Grindavíkurkirkju laugardag kl. 13
Formleg setning Menningarviku í Grindavík verður í dag, laugardag, kl. 13:00 í Grindavíkurkirkju. Bæjarstjóri og formaður menningar- og bókasafnsnefndar flytja ávarp og þá verða tónlistaratriði frá nemendum tónlistarskólans. Nemendur úr 1.-3. bekk í Hópsskóla syngja og jafnframt verður sýnd skemmtileg stuttmynd leikskólabarna á Króki.
Börnin á Króki hafa unnið með þjóðsögur úr Grindavík í tengslum við menningarviku Grindavíkurbæjar 2.-9. apríl. Sögurnar eru úr bókinni Afi Öddi og sögugersemarnar sem er eftir Kristínu Guðmundsdóttur Hammer leikskólakennara á Króki. Bókin er kjörin fyrir foreldra, afa, ömmur og þá sem hafa áhuga á að fræða börn á skemmtilegan hátt um þjóðsögur og kennileiti í Grindavík.
Að síðustu verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 afhent.