Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng
Sunnudagur 3. ágúst 2014 kl. 15:19

Fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng

Verslunarmannahelgi Suðurnesjamanna

Vilhjálmur Árnason, þingmaður úr Grindavík bað konunnar í miðjum brekkusöng í dalnum fyrir fimm árum. Hann verður í rólegheitunum þessa helgina og vonast til þess að geta málað húsið.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Þessa helgina verðum við líklega heima með nýjasta erfingjann og vonast til að veðrið leyfi mér að klára að mála húsið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Gott veður í góðra vina hópi sem skapar mikla gleði. Því er algjörlega ómissandi að vera í brekkunni á Þjóðhátíð þegar brekkusöngurinn fer fram.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Verslunarmannahelgin 2009 þegar ég fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng og fékk já!