Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fönguðu stemmninguna á Ljósanótt
1. sæti: Rósa Guðmundsdóttir
Föstudagur 25. september 2015 kl. 09:30

Fönguðu stemmninguna á Ljósanótt

– Úrslit í ljósmyndakeppni Víkurfrétta frá Ljósanótt

Úrslit í ljósmyndakeppni sem Víkurfréttir efndu til í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ liggja nú fyrir. Veitt eru þrenn verðlaun sem koma frá Nettó, Sporthúsinu í Reykjanesbæ og frá Bláa lóninu. Þau sem merktu myndir sínar frá Ljósanótt með #vikurfrettir tóku sjálfkrafa þátt í keppninni.

Myndina í fyrsta sæti tók Rósa Guðmundsdóttir við hátíðarsviðið. Myndin fangar vel stemmninguna og veðrið á Ljósanótt. Hún fær 15.000 króna gjafakort frá Nettó í Reykjanesbæ.

Myndina í öðru sæti tók María Sigurborg Kaspersma. Hún er frá sjaldgæfu sjónarhorni og er tekin ofan af Berginu við Keflavík þar sem makrílbátarnir voru að veiðum þegar Ljósanótt var að bresta á. María fær þriggja mánaða kort frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ.

Í þriðja sæti er svo mynd Brynjars Leifssonar sem sýnir mannfjöldann sem mætti á Ljósanótt og lét grátt veðrið ekki á sig fá. Brynjar fær veglega Blue Lagoon húðvörugjöf frá Bláa lóninu.

Víkurfréttir biðja vinningshafa að hafa samband við skrifstofu blaðsins til að nálgast vinninga sína.



2. sæti: María Sigurborg Kaspersma



3. sæti: Brynjar Leifsson

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024