Fólkið í háhýsinu sýnt í Akurskóla
Nemendur úr 8. – 10. bekk Akurskóla sem hafa verið í leiklistarvali í vetur verða með leiksýningar á þriðjudag og fimmtudag. Nemendurnir hafa æft upp þrjú örleikrit og einþáttung. Þau kalla sýninguna „Fólkið í háhýsinu“. Leikstjóri er Sólveig Rögnvaldsdóttir.
Sýningarnar verða í skólanum þriðjudaginn 24. apríl og fimmtudaginn 26. apríl og hefjast klukkan 20:30. Aðgangseyrir er kr. 500.- og rennur ágóði til verkefnisins „Flott án fíknar“ en verkefnisstjóri þess í Akurskóla er Lovísa Hafsteinsdóttir námsráðgjafi. Á sýningunni verður einnig hægt að kaupa veitingar sem nemendur í „Flott án fíknar“ hópnum munu sjá um.
Við hvetjum foreldra, vini og aðra vandamenn nemenda í Akurskóla til þess að sýna stuðning sinn í verki og fjölmenna á sýningarnar.