Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fögnum nýju ári með fögrum tónum frá Vín
Miðvikudagur 9. janúar 2008 kl. 10:48

Fögnum nýju ári með fögrum tónum frá Vín

Tónlistarfélagið hefur starf sitt á nýju ári með glæsilegum nýárstónleikum.  Að þessu sinni sunnudaginn13. jan. 2008, kl. 15:00 í  sal listasafns Reykjanesbæjar í Duus húsum. Er það Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópransöngkonu  sem gleðja okkur að þessu sinni með Vinartónleikum.
Léttar veitingar verða í boði

Wien bleibt Wien, Vín er og verður Vín. Það eru orð að sönnu. Alls staðar verða breytingar, einnig í Vínarborg, en þar verður hefðin og sagan breytingunum yfirsterkari. 
Efnisskrá tónleikanna byggir á vínarljóðum, polkum, völsum margra af þekktustu tónskáldum Vinarborgar. Þar má nefna Johann og Josef Strauß, Johannes Brahms, Franz Lehár, Robert Stolz og fleiri.

Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar hefur starfað síðan í ársbyrjun 2004 og er orðin landsmönnum vel kunn. Hljómsveitina skipa auk Sigurðar þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Pálína Árnadóttir, Sigurgeir Agnarsson, Hávarður Tryggvason, Martial Nardeau,
Anna Guðný Guðmundsdóttir og Eggert Pálsson, 

 
Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona hefur gert garðinn frægan víða og ekki síst hérlendis síðustu árin þar sem hún hefur verið fastráðin við Íslensku óperuna frá árinu 2003.  Í Íslensku óperunni hefur Hulda Björk farið með helstu sópranhlutverkin undanfarin ár. Síðast söng hún  hlutverk Anne Truelove í óperunni The Rake´s progress eftir Igor Strawinsky og haustið 2005 hlutverk kennslukonunnar í óperunni ‘Tökin Hert' eftir Benjamin Britten.  Hulda Björk hefur verið liðtæk í flutningi kirkjutónlistar þar sem hún hefur komið fram með landsþekktum kórum.


Þessir tónleikar eru í samvinnu við Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópavogi.


Aðrir tónleikar félagsins verða auglýstir síðar.

Sala aðgöngumiða fyrir tónleika fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar í DUUS húsum á opnunartíma safnsins sem er alla daga kl. 13:00 -17:00, auk þess er hægt að hringja inn í síma 421 3796. Miðaverð er 2500 og fá félagsmenn 20% afslátt af aðgöngumiðum á alla tónleika félagsins.
       
Bestu kveðjur – sjáumst á tónleikum!
Stjórn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024