Flugeldasalan Keflvíkingum mikilvæg
Keflvíkingar selja flugelda í K-húsinu
„Flugeldasalan gengur vel það sem af er. Hún skiptir félagið verulegu máli. Það má ekki gleyma því að við erum að vinna í forvörn og æskulýðsstarfi, flest í sjálfboðastarfi,“ segir Ólafur Bjarnason í Knattspyrnudeild Keflavíkur, en félagið hefur hafið sína árlegu flugeldasölu í K-húsinu við Hrinbraut í Reykjanesbæ. Ólafur hefur verið viðloðandi flugeldasölu síðan árið 1983, fyrst hjá björgunarsveitinni og síðustu árin hjá Keflavík. Opið er frá 10 til 22 alla daga til gamlársdags þegar opið er frá 10 til 16. Ólafur segir að lokum að verðið hafi ekkert breyst undanfarin ár á flugeldunum hjá Keflavík.