Flugdagur Sléttunnar: Tekið á loft á 29 metra braut
Flugdagur Sléttunnar var haldinn hátíðlegur í dag á Njarðvíkurheiði. Þar hafa fisflugmenn komið sér upp glæsilegri aðstöðu til að stunda áhugamál sitt.
Fjölmargir lögðu leið sína á heiðina og fylgdust með fisflugmönnum reyna við hinar ýmsu þrautir. Efnt var til keppni í flugtaki og lendingum, auk þess að hitta sekkjum í mark og fleira í þeim dúr.
Í flugtakskeppninni var keppt um það hversu stutta braut þurfi í flugtak. Sigurvegarinn þar var Jóhann Gestur Jóhannsson á TF-127. Hann þurfti 29 metra braut til að koma fisinu sínu í loftið. Markmiðið var að komast yfir streng án þess að rjúfa hann. Það tókst Jóhanni, þó með því að strjúka hæl stélsins með jörðinni í flugtakinu, eins og meðfylgjandi ljósmynd Hilmars Braga sýnir. Engin hætta var á ferðum.
Margt annað var gert til skemmtunar á flugdegi Sléttunnar í dag, auk þess sem gestum var boðið upp á grillaðar veitingar og gosdrykki frá Coca Cola.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson - [email protected]