Föstudagur 11. október 2013 kl. 11:41
Flottir herramenn í Myllunni
Í dag mætti starfsfólk Myllubakkaskóla skartað bleikum lit í tilefni dagsins og var kaffistofan skreytt í bleikum lit.
Karlmennirnir voru flottir á því, keyptu penna til styrktar Bleiku slaufunni átaki Krabbameinsfélagsins og gáfu öllum dömunum sem voru að sjálfsögðu glaðar með sína menn.