Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flottasta flugeldasýningin? - flottur laugardagur á Ljósanótt
Sunnudagur 2. september 2018 kl. 12:57

Flottasta flugeldasýningin? - flottur laugardagur á Ljósanótt

Þúsundir gesta fylltu hátíðarsvæðið á Bakkalág í gærkvöldi, á laugardagskvöldi Ljósanætur. Boðið var upp á stórtónleika á sviði og flugeldasýningu í kjölfarið. Einna hátíðlegast er þegar Bergið er upplýst fyrir veturinn. Dagskráin fór vel fram og lögreglan ánægð með allan brag Ljósanæturhátíðar.

„Þetta er flottasta flugeldasýning sem ég hef séð,“ heyrðist af vörum gesta í gær. Veðurblíðan hjálpaði vissulega til en liðsmenn Björgunarsveitarinnar Suðurnes hafa líka gott lag á að skapa góða stemmningu við þessa flugeldasýningu. Greiðlega gekk fyrir Ljósanæturgesti að komast úr bænum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þó dagskrá Ljósanætur hafi náð hámarki í gærkvöldi er hún hvergi nærri búin. Sýningarstaðir og verslanir verða opnar í dag og boðið verður upp á staka viðburði. Hafnir Hollywood ætla að  halda hátíð sem hefst kl. 13:00. Þar verður söguganga,  tónleikar í Kirkjuvogskirkju og kaffisala í Gamla skólanum. Tónlistarfólkið S.hel og Mill verða með tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa kl. 15:00 og tvær sýningar verða á tónlistarsýningunni Með diskóblik í auga kl. 16:00 og 20:00 í Andrews Theater. Þá býður sópransöngkonan Alexandra Chernyshova og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson upp á stofutónleika kl.17:00 að Guðnýjarbraut 21.

Stjórnin lék síðast á hátíðarsviðinu fyrir flugeldasýningu og má sjá nokkur og heyra nokkur lög hennar í myndskeiði sem VF sýndi beint.

Dagskrá ljósanætur er í heild sinni á http://ljosanott.is

Fimmtug og frábær, afmælisárangurinn kemur niður Hafnargötuna í Árgangagöngunni.

Mikill fjöldi sótti hátíðina og þessi mynd er tekin síðla kvölds eftir flugeldasýningu.

Keflavíkurmærin Sólborg Guðbrandsdóttir er einn af meðlimum Áttunnar sem léku á stóra sviðinu.

Keflavíkurkirkja var full af gestum sem nutu gospeltónleika eftir flugeldasýningu.