Flottar myndir af furðuverum í Reykjanesbæ
Það var fjölmennt á Hafnargötunni laugardaginn 4. júní þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar hollenska leikhópsins Close-Act Theatre skálmuðu um götuna. Götuleikhússýningin er ekki sú fyrsta sem hópurinn hefur sett upp en leikhópurinn hefur starfað í um þrjátíu ár og vakið athygli víða um lönd. Til að mynda spígsporaði hópurinn í sýningunni Saurus um miðborg Reykjavíkur árið 2018 en viðburðurinn á Hafnargötunni var atriði hópsins á opnun Listahátíðar í Reykjavík 2022. Gengið var niður götuna í átt að Duus Safnahúsum við góðar undirtektir áhorfenda.
Myndir frá viðburðinum má sjá hér að neðan.