Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flóttamannabúðir á Ásbrú
Mánudagur 26. september 2011 kl. 10:16

Flóttamannabúðir á Ásbrú

Rauði kross Íslands vinnur nú að alþjóðlegu verkefni sem á að stuðla að því að auka skilningi ungra Evrópubúa á þessum vanda með því að leyfa þeim að kynnast raunum flóttamanna, en milljónir manna búa við  fjandsamlegt umhverfi í flóttamannabúðum víða um heim. Hópurinn hélt til á Ásbrú um helgina og leit blaðamaður við á hrörlegar flóttamannabúðirnar.

Rauði kross Íslands hefur notað hlutverkaleiki undanfarin 13 ár til að kynna aðstæður sem flóttamenn búa við fyrir ungu fólki. Að þessu sinni er það ungt fólk frá ýmsum Evrópulöndum sem tekur þátt í leiknum.

Jón Þorsteinsson verkefnisstjóri segir að þátttakendur þurfi að upplifa ýmislegt, þau hafi lent í skrifræði og landamæraeftiliti þar sem hermenn hafi ráðist að þeim og niðurlægt þau. Kveikt hafi verið í vegabréfum þeirra og þau send áfram út í óvissuna.

Þátttakendurnir fá einungis hrísgrjón og vatn þann sólarhring sem leikurinn stendur yfir og ekki verður mikið um svefn því þau eru vakin af lögreglu og her og látin hrekjast úr einum stað í annan og látin fara marga hringi í tilbúnu skrifræði sem er hannað til að ergja jafnvel rólegasta fólk.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024