Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flott jólasýning hjá Sossu
Fjöldi fólks sótti Sossu heim á fyrri sýningardegi á vinnustofu hennar við Mánagötu í Keflavík.
Sunnudagur 9. desember 2012 kl. 12:56

Flott jólasýning hjá Sossu

Það er ljúf jólastemmning á árlegri jólasýningu myndlistarkonunnar Sossu en að þessu sinni taka tveir aðrir listamenn þátt í sýningunni á vinnustofuf Sossu í Keflavík. Sýningin stendur yfir um helgina og lýkur í kvöld, sunnudag kl. 20.

Gestalistamennirnir hjá Sossu eru Halla Bogadóttir sem sýnir skartgripi og Ásta Guðmundsdóttir, fatahönnuður sem sýnir úrval af fatnaði sem hún gerir.

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er einn af fjölmörgum vinum Sossu og hann kom og söng mörg lög sín við hrifningu sýningargesta.

Sossa sagði í stuttu spjalli við VF að hún væri ánægð með móttökurnar á sýningunni en margir komu í gær, laugardag til hennar. Á sýningunni má sjá þrjátíu nýjar eða nýlegar myndir, stórar og smáar.


En hvernig er líf listamannsins nú fjórum árum eftir bankahrun? Sossa segist ekki geta kvartað enda hafi henni gengið vel. „Ég er mjög sátt og hef t.d. getað haldið úti vinnustofu í Kaupmannahöfn sem mér finnst mjög gott. Það er nauðsynlegt fyrir listamanninn að víkka sjóndeildarhringinn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sossa skælbrosandi fyrirsæta í glæsilegum kjól frá Ástu Guðmundsdóttur fatahönnuði.

Á sýningunni má sjá skartgripi eftir Höllu Bogadóttur.

Sossa sýnir þrjátíu ný eða nýleg málverk.