Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flott jólasýning hjá sossu
Mánudagur 15. desember 2008 kl. 23:32

Flott jólasýning hjá sossu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sossa myndlistarkona hélt árlega jólasýningu sína á vinnustofu sinni sl. laugardag. Fjöldi manns sótti hana heim og kíkti á myndirnar hjá þessari vinsælu myndlistarkonu. Myndirnar voru fjölbreyttar að vanda og vöktu athygli hjá gestum en Sossa hefur verið verið dugleg undanfarin ár og þau eru ófá heimilin sem ekki prýða mynd eftir hana hér á Suðurnesjum.
Faðir hennar, séra Björn Jónsson og Sjöfn Jónsdóttir, kona hans voru í hópi gesta þegar Víkurfréttir litu við. Björn var prestur í Keflavíkursókn í langan tíma og á marga vini á Suðurnesjum eftir langt og gifturíkt starf. (Sjá myndina að ofan).

Óli Bergur Ólafsson var með foreldrum sínum á Sossu sýningu. Hann fékk sér mandarínu og stillti sér upp eins og alvöru fyrirsæta.