Flóamarkaður til styrktar æfingaferð
8. flokkur stúlkna í körfunni hjá Keflavík stóð um síðustu helgi fyrir flóamarkaði til að fjármagna ferð í æfingabúðir hjá NBA liðinu Philadelphia 76ers. Markaðurinn, þar sem þær selja föt og margs konar varning, verður einnig opinn núna um helgina en þær eru til húsa að Básvegi 8, í götunni neðan við Lífsstíl.
Opið verður bæði í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 11 til 17 og er tilvalið að líta við og gera góð kaup ásamt því að styrkja gott málefni.
VF-mynd/Þorgils