Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fleiri miðar til á þorrablót Keflavíkur
Fimmtudagur 10. janúar 2013 kl. 13:10

Fleiri miðar til á þorrablót Keflavíkur

Þorrablót Keflavíkur verður haldið nk. laugardag í Toyotahöllinni og opnar húsið kl. 19.00. Enn á einhver fámennur hópur eftir að ganga frá greiðslu fyrir miðana sína auk þess sem einhverjir hafa greitt en ekki sótt miða. Þá eru um 10 miðar enn eftir vegna tvíbókana en uppselt var orðið fyrir löngu.

Þorrablótsnefndin mun hittast í kvöld í Toyotahöllinni við Sunnubraut um kl. 21.00 og getur fólk nálgast miðana þar. Einnig má hringja í mig í Sævar Sævarsson í síma 869-1926 eða Gumma Steinars í síma 899-4636 til að fá upplýsingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024