Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fleiri bátar í Bátaflota Gríms
Mánudagur 19. júní 2006 kl. 13:01

Fleiri bátar í Bátaflota Gríms

Í tilefni sjómannadagsins var haldin uppákoma í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum laugardaginn 10. júní.  Þar tóku 5 aldnir skipstjórar þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa og voru sagðar sögur af sjónum. M.a. veltu menn fyrir sér spurningunni af hverju  sumir veiddu alltaf meira en aðrir og hverjar hafi verið helstu breytingar á sjósókn Íslendinga á seinni árum.  Einnig voru sagðar skemmtilegar sögur af litríkum persónum sem þessir menn höfðu verið með til sjós.

Þeir sem fram komu voru  Ólafur Björnsson, Arnbjörn Ólafsson, Gunnlaugur Karlsson, Grímur Karlsson, og Hafsteinn Guðnason.

Við sama tækifæri var því fagnað að ný líkön hafa borist safninu að gjöf og eru nú tæplega 90 bátar í breyttri sýningu.  Andrés Magnús Eggertsson notaði tækifærið og gaf safninu líkan af skútunni Sigurfara sem hann hafði sjálfur smíðað.

Aðsókn var góð og höfðu gestir mikið gaman að umræðunum og gæddu sér á kökum og kaffi við tónlist Félags harmonikkuunnenda í Reykjanesbæ.

Félag áhugamanna um Bátasafn Gríms Karlssonar stóð að skemmtuninni ásamt Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024