Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 28. desember 2002 kl. 23:21

Fjörugt fimmtugsafmæli hjá félagsmálastjóranum

Það var mikið fjör í fimmtugsafmæli Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra Reykjanesbæjar í Selinu í Njarðvík í kvöld. Dansinn var stiginn þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði nú í kvöld en þá var nýlokið öllum formlegum ræðuhöldum yfir afmælisbarninu. Fjölmennt var í veislunni og mörg kunn andlit úr bæjarlífinu.Skemmtiatriði voru fjölbreytt, enda mikið listafólk í fjölskyldu og vinahópi Hjördísar. Þannig tróðu þau Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir upp í veislunni þegar útsendari Víkurfrétta gerði stuttan stanz í húsinu.

Á meðfylgjandi mynd er Hjördís Árnadóttir í dansi við son sinn Rúnar Jóhannesson, myndlistarmann og leikara með meiru.

Fleiri myndir í Víkurfréttum næsta föstudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024