Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjórtán ára úr Garðinum fékk gullskóinn í Suður Afríku
Föstudagur 25. október 2013 kl. 09:40

Fjórtán ára úr Garðinum fékk gullskóinn í Suður Afríku

Emelía Britt Einarsdóttir, 14 ára stúlka úr Garðinum, sem hefur búið í Höfðaborg í Suður Afríku sl. tvö ár, er heldur betur að gera góða hluti í knattspyrnunni í sínu nýja heimalandi. Hún hlaut á dögunum gullskóinn hjá Bothasig Football Club sem hún æfði með að hluta til í vetur. Það er vetur á suðurhveli jarðar þegar sumarið ríkir hér.

Emelía spilar með sér eldri stúlkum en hún leikur með liði 18 ára og eldri, en Emelía er 14 ára eins og áður segir. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað með kvennaliðinu hálft tímabil varð hún markahæst.

Hún er jafnframt eina stúlkan sem leikur með drengjaliði á hennar aldri og það lið fór til Brasilíu á dögunum og tók þátt í keppni fimm þjóða. Liðið hennar hafnaði í 2. sæti á því móti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024