Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörlegar umræður á opnum fundi um Ljósanótt 2016
Fimmtudagur 12. febrúar 2015 kl. 07:37

Fjörlegar umræður á opnum fundi um Ljósanótt 2016

Um þrjátíu manns sóttu opinn fund Menningarráðs Reykjanesbæjar um Ljósanótt í bíósal Duus-húsa í gærkvöldi. Fjölbreyttar umræður urðu um þessa stærstu hátíð sem haldin er á Suðurnesjum.


Voru bæjarbúar hvattir til að koma með hugmyndir sem bæta mætti í flóru hátíðarinnar. Menningarráð hafði útbúið spurningalista fyrir fundargesti þar sem fólk var beðið að svara ýmsum spurningum um hátíðarhaldið. Bæjaryfirvöld munu leggja talsvert minna fé til hátíðarhaldsins og því þarf að fara yfir hvar megi spara og hvernig megi hagræða. Ein af spurningunum var t.d.: Hver á að borga Ljósanótt?
Umræður urðu fjörugar og eins komu fram nýjar hugmyndir. Allir fundargestir voru þó á því að halda heildarfyrirkomulaginu í svipuðu horfi, að hátíðin standi yfir í fjóra daga með veglegri dagskrá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024