Fjórir bæjarstjórar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands
Fjórir bæjarstjórar af fimm á Suðurnesjum hafa lokið MBA-námi frá Háskóla Íslands. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ luku náminu árið 2002. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði voru í hópnum sem var útskrifaður árið 2009.
Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands.