Fjörinu lýkur í kvöld á Keflavík Music Festival
Fjörið heldur áfram á Keflavík Music Festival í kvöld og munu tæplega 30 hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á þessu lokakvöldi hátíðarinnar. Meðal listamanna sem koma fram í kvöld eru: Bjartmar Guðlaugsson, XXX Rottweiler hundar, Dikta, Friðrik Dór, Sykur, Geirmundur Valtýrs og Leoncie.
Hér má svo sjá myndir frá gærkvöldinu en þá var mikil stemning í miðbænum. Ekki síst á Ránni þegar Retro Stefson trylltu lýðinn.
Myndasafn frá föstudeginum.
Þeir Haraldur Guðmundsson og Jóhann Benediktsson úr fótboltanum í Keflavík ásamt körfuboltamönnunum Jóni Arnóri Stefánssyni og Jóni Norðdal Hafsteinssyni.
Raggi Bjarna og æstir aðdáendur.