Fjörheimastelpur Íslandsmeistarar félagsmiðstöðva í ballskák
Lið stúlkna frá félagsmiðstöðinni Fjörheimum sigruðu þann 6. mars sl. í Íslandsmóti Samfés í ballaskák.
Liðið er skipað þeim Þórhildi Magnúsdóttur, Karen Guðmundsdóttur og Maríu Baldursdóttur og er þetta í fyrsta sinn sem stúlkurnar bera sigur úr býtum á billiardmóti Samfés.
Strákaliðið stóð sig einnig mjög vel en þeir höfnuðu í 3-4. sæti í sínum riðli. Félagsmiðstöðin Hólmasel sigraði í drengjaflokki.
Ríflega sextíu einstaklingar tóku þátt í mótinu sem heppnaðist vel. Samsuð, samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, sá um framkvæmd mótsins fyrir hönd Samfés.
Liðið er skipað þeim Þórhildi Magnúsdóttur, Karen Guðmundsdóttur og Maríu Baldursdóttur og er þetta í fyrsta sinn sem stúlkurnar bera sigur úr býtum á billiardmóti Samfés.
Strákaliðið stóð sig einnig mjög vel en þeir höfnuðu í 3-4. sæti í sínum riðli. Félagsmiðstöðin Hólmasel sigraði í drengjaflokki.
Ríflega sextíu einstaklingar tóku þátt í mótinu sem heppnaðist vel. Samsuð, samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, sá um framkvæmd mótsins fyrir hönd Samfés.